Til Kórfélaga

Jæja stelpur, nú þurfum við að fara að snúa okkur að kórstarfinu aftur!
Byrjum á að taka frá 29. ágúst, þá er Akureyrarvakan, síðan er það 5. september, þá höldum við markað í Marki og svo verður fyrsta æfingin sunnudaginn 13. september. Nánar um þetta allt saman þegar nær dregur.

Vorferð

Á morgun föstudaginn 5. júní leggur kórinn af stað í sína árlegu vorferð. Að þessu sinn er ferðinni heitið á Neskaupsstað. Þar verða haldnir tónleikar í Norðfjarðarkirkju kl. 15:00 laugardaginn 6. júní og síðan verður sungið við hátíðarmessu á sama stað á sjómannadaginn kl. 14:00.
Mikill ferðahugur er í kórfélögum og í ferðina fara rúmlega 60 manns. Ef veður verður gott verður farið í siglingu með bátaflota Norðfirðinga að morgni sjómannadags og einnig verður farið í kynnisferð um staðinn.