Tónleikar 5. mars í Hofi

Þann 5. mars næstkomandi kl. 16:00 heldur kórinn tónleika í Hömrum, sem er minni salurinn í Hofi. Salurinn getur tekið 200 manns í sæti, í honum er mikil áhersla lögð á hljómburð og hentar hann vel til tónlistarflutnings bæði fyrir rafmagnaða og órafmagnaða tónlist, eins og segir á heimasíðu Menningarhússins Hofs.

Á efnisskrá verða eingöngu íslensk lög og einsöngvari verður Eyrún Unnarsdóttir, messósópran.

Nánari fréttir af tónleikunum koma hér síðar.