Söngur í miðbænum – Gleðileg jól!

Laugardaginn 18. desember verður jólasöngur hingað og þangað um miðbæinn frá klukkan 15-17.30 þar sem fram koma kórar og tónlistarhópar af Eyjafjarðarsvæðinu.

Kvennakór Akureyrar syngur kl. 16:30 og syngur þar með jólin inn en tekur sér svo frí fram yfir áramót.

Kvennakór Akureyrar óskar velunnurum sínum, svo og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla og heillaríks nýs árs og þakkar stuðning og hlýhug á árinu sem er að líða.