Jólatónleikum lokið

Mikið var gott að geta loksins haldið jólatónleika. Engar fjarlægðartakmarkanir og engar sóttvarnarreglur, bara gleði, gleði,  jólagleði.

Tónleikarnir tókust virkilega vel og mæting var nokkuð góð.  Kvennakórinn Salka heiðraði okkur, KvennkórsAkureyrar konur, með nærveru sinni. Þær sungu eins og englar og við að sjálfsögðu einnig. Í lokin fluttu kórarnir tvö sameiginleg lög og tónleikagestir tóku undir í lokalaginu.

Eftir tónleikana héldu kórarnir saman litlu jólin með kökum, kaffi og öðru góðgæti og tveir jólaveinar útbýttu gjöfum.

Það voru glaðar kórkonur sem héldu í jólafrí að loknum góðum degi.

Gleðilega hátíð.

Jólatónleikar

Kvennakór Akureyrar heldur jólatónleika í Glerárkirkju, ásamt góðum gestum, Kvennakórnum Sölku frá Dalvík, laugardaginn 10 desember kl. 15:00

Stjórnendur kóranna eru Valmar Väljaots og Mathias Spoerry .

Lofum góðri söngveislu með fallegum jólalögum, innlendum sem erlendum.

Aðgangseyrir er 3000 kr og frítt fyrir 16 ára og yngri.

Fljúgandi start eftir erfið Covid-ár

Æfingar kórsins hófust s.l. sunnudag, síðan kom kynning á kórnum á opinni æfingu í Lyst í Lystigarðinum s.l. fimmtudag og á morgun sunnudaginn 25. sept verður aðalfundur haldinn kl. 16:00 í Brekkuskóla.

Valmar verður þar með raddprufur fyrir nýja kórfélaga 16:45 og síðan er venjuleg æfing kl. 17:00 -19:00.

Æfingar að hefjast haustið 2022

Fyrsta æfing haustsins verður sunnudaginn 18. september kl. 17:00 í Brekkuskóla, gengið inn í norðvesturhorni frá sundlaugarplani.

Kórinn ætlar að vera í kaffihúsinu Lyst í Lystigarðinum fimmtudaginn 22. september milli kl. 17.00 og 19.00 og syngja við raust, í leit að fleiri röddum í kórinn. Sá viðburður verður auglýstur í Dagskránni.

Nýir félagar í allar raddir eru hjartanlega velkomnir í kórinn og er bent á að hafa samband við formann í s. 862-5593.

Mæðradagurinn 8. maí 2022

Kvennakór Akureyrar syngur við messu í Akureyrarkirkju á mæðradaginn 8. maí kl. 11:00.

Klukkan 14:00 sama dag syngur kórinn á Öldrunarheimilum Akureyrar, fyrst í Hlíð og að því loknu í Lögmannshlíð.