Landsmót íslenskra kvennakóra í Reykjavík

Landsmótstónleikar í Hofi 2014

Myndin er frá landsmóti kvennakóra á Akureyri 2014

Landsmót íslenskra kvennakóra (Gígjunnar) verður haldið í Reykjavík dagana 4. – 6. maí 2023. Slík mót eru haldin 3ja hvert ár, en var frestað 2020 þangað til nú og er þetta 11. mótið sem haldið hefur verið.

Á þessum mótum hittast kórkonur hvaðanæva af landinu og syngja saman, syngja fyrir aðra kóra, hlusta á aðra kóra, læra eitthvað nýtt og taka þátt í söngsmiðjum.

Í ár taka 14 kvennakórar þátt í mótinu og þar á meðal Kvennakór Akureyrar. Nánar um landsmótið á https://www.landsmot.com/

Afrakstur mótsins verður svo fluttur á tvennum tónleikum:
Fös. 5. maí kl. 18.00 – 20.00 Syngjandi vor, tónleikar kóranna í Eldborg í Hörpu
Lau. 6. maí kl. 15.00 – 17.00 Smiðjutónleikar og sameiginlegu lögin í Háskólabíói

Miðasala fyrir tónleika kóranna í Eldborg er hér: https://www.harpa.is/syngjandi-vor-tonleikar-islenskra-kvennakora-i-eldborg
og viðburður á facebook er hér: https://www.facebook.com/events/734633745002626/

Miðinn kostar 4.000 kr en boðið er upp á tilboð – tveir miðar á verði eins – til 25. apríl og gildir miðinn einnig á smiðjutónleikana í Háskólabíó. Betra gerist það varla, tvennir tónleikar – sannkölluð tónleikaveisla fyrir 2.000 kr. er gjöf en ekki gjald.