Tilhlökkun að takast á við nýtt starfsár.

Á aðalfundinum var að venju kosið í stjórn. Úr stjórninni gengu Guðrún Hreindís Hreinsdóttir og Margrét Einarsdóttir. Í þeirra stað komu þær Sigurlaug Ásta Blomsterberg Grétarsdóttir og Þuríður Sólveig Árnadóttir. Kórinn þakkaði gömlum stjórnarkonum, vel unnin störf og bauð nýjar velkomnar með lófaklappi

Nýkjörin stjórn mun hittast á allra næstu dögum, skipta með sér verkum og ganga frá dagskrá vetrarins eins og mögulegt er. Mikill hugur var í stjórnarkonum og tilhlökkun hjá kórkonum að takast á við nýtt starfsár. 

FUNDARBOÐ

AÐALFUNDUR KVENNAKÓRS AKUREYRAR

Verður haldinn í Brekkuskóla 24. september 2023 kl. 15:00

Dagskrá:

1. Fundur settur

2. Skipan fundarstjóra og fundarritara

3. Lestur fundargerðar síðasta aðalfundar

4. Skýrsla stjórnar og umræður

5. Ársreikningar félagsins lagðir fram til umræðu og samþykktar

6. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga og eins til vara

7. Kosning stjórnar

8. Lagabreytingar

9. Önnur mál

Æfingar að hefjast haustið 2023

Fyrsta æfing haustsins verður sunnudaginn 17. september kl. 15:00 til 17:00 í Brekkuskóla.

Nýir félagar í allar raddir eru hjartanlega velkomnir í kórinn og þeim bent á að hafa samband við stjórnandann Valmar Väljaots í síma 849-2949

Vortónleikar, kaffihlaðborð og messa 14. maí 2023

Kvennakór Akureyrar syngur við mæðradagsmessu í Akureyrarkirkju sunnudaginn 14. maí nk. kl. 11:00.


Kl. 14:00 sama dag verða vortónleikar kórsins haldnir í kirkjunni. En eftir tónleikana verður boðið upp á glæsilegt kaffihlaðborð í safnaðarheimilinu.
Aðgangseyrir er 4.000 krónur (söng- og kaffihlaðborð).

Athugið að enginn „posi“ verður á staðnum.


Kórstjóri og meðleikari er Valmar Valjaots.
Fjölbreytt efnisskrá. Verið hjartanlega velkomin!

Landsmót íslenskra kvennakóra í Reykjavík

Landsmótstónleikar í Hofi 2014

Myndin er frá landsmóti kvennakóra á Akureyri 2014

Landsmót íslenskra kvennakóra (Gígjunnar) verður haldið í Reykjavík dagana 4. – 6. maí 2023. Slík mót eru haldin 3ja hvert ár, en var frestað 2020 þangað til nú og er þetta 11. mótið sem haldið hefur verið.

Á þessum mótum hittast kórkonur hvaðanæva af landinu og syngja saman, syngja fyrir aðra kóra, hlusta á aðra kóra, læra eitthvað nýtt og taka þátt í söngsmiðjum.

Í ár taka 14 kvennakórar þátt í mótinu og þar á meðal Kvennakór Akureyrar. Nánar um landsmótið á https://www.landsmot.com/

Afrakstur mótsins verður svo fluttur á tvennum tónleikum:
Fös. 5. maí kl. 18.00 – 20.00 Syngjandi vor, tónleikar kóranna í Eldborg í Hörpu
Lau. 6. maí kl. 15.00 – 17.00 Smiðjutónleikar og sameiginlegu lögin í Háskólabíói

Miðasala fyrir tónleika kóranna í Eldborg er hér: https://www.harpa.is/syngjandi-vor-tonleikar-islenskra-kvennakora-i-eldborg
og viðburður á facebook er hér: https://www.facebook.com/events/734633745002626/

Miðinn kostar 4.000 kr en boðið er upp á tilboð – tveir miðar á verði eins – til 25. apríl og gildir miðinn einnig á smiðjutónleikana í Háskólabíó. Betra gerist það varla, tvennir tónleikar – sannkölluð tónleikaveisla fyrir 2.000 kr. er gjöf en ekki gjald.