Kvennakór Akureyar tekur þátt í minningartónleikum Jaan Alavere 4.4.2024

Minningartónleikar Jaan Alavere

Jaan Alavere var mörgum kunnugur á Norðurlandinu en hann lést mjög skyndilega þann 3. september árið 2020 í miðju Covid. Jarðarförin fór fram í kyrrþey og var hann svo jarðsettur í Eistlandi.

Jaan var fæddur þann 4. apríl 1969 og þykir því vel við hæfi að halda tónleika honum til heiðurs þann 4. apríl 2024 en þá hefði hann orðið 55 ára gamall.

Tónleikarnir verða haldnir í Akureyrarkirkju 4. apríl kl 20:00

Enginn aðgangseyrir, en tekið verður við frjálsum framlögum.

Fram koma:
Söngfélagið Sálubót
Jónína Björt Gunnarsdóttir
Óskar Pétursson
Jónas Reynir Helgason
Bolli Pétur Bollason
Grete Alavere
Marika Alavere
Valmar Väljaots
Eyþór Ingi Jónsson
Hljómsveitin Gourmet – Trausti Már Ingólfsson, Knútur Emil Jónasson, Borgar Þórarinsson og Pétur Ingólfsson.
Kvennakór Akureyrar