Starfsreglur fyrir nýliða

Hópefli á æfingadegi 2013

Hér á heimasíðunni má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um starfsemi og félagslíf kórsins. Þar á meðal eru upplýsingar fyrir nýjar kórkonur og er þar hægt að lesu um öll helstu atriði kórstarfsins og fá svör við ýmsum spurningum sem kunna að vakna.

Starfsreglurnar eru undir flipanum Stjórn eða hægt að komast í þær beint HÉR

Myndin er frá hópefli á æfingadegi í Svarfaðardal 2013.

Vetrarstarfið hefst með aðalfundi 6. sept.

Frá aðalfundi KvAk 2011

Nú er ágúst senn á enda og þá er þörf á að fara að hefja kórstarfið eftir sumarfrí.

Fyrsta sunnudag í september, þann 6. september kl. 16:45 verður aðalfundur Kvennakórs Akureyrar haldinn í Brekkuskóla.

Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

1. Fundur settur.
2. Skipan fundarstjóra og fundarrritara.
3. Lestur fundargerðar síðasta aðalfundar.
4. Skýrsla stjórnar og umræður.
5. Ársreikingar félagsins lagðir fram til umræðu og samþykktar.
6. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga og eins til vara.
7. Kosning stjórnar.
8. Lagabreytingar.
9. Önnur mál:
Fyrirhuguð ferð til Króatíu júní 2016, þar undir fjáraflanir
Mætingar á æfingar
10. Fundi slitið.

Fyrsta æfingin verður síðan í Brekkuskóla 13. september en dagskrá fyrir haustið má sjá hér.

 

Dívur og drottningar – Vortónleikar Kvennakórs Akureyrar

Vortónleikar Kvennakórs Akureyrar hafa yfirskriftina Dívur og Drottningar og verða haldnir annan í hvítasunnu, mánudaginn 25. maí kl. 15, í Hömrum, Hofi.

Á efnisskránni verða m.a. lög sem Whithey Houston, Queen og Adele hafa gert fræg. Einsöngvarar verða Ívar Helgason og Þórhildur Örvarsdóttir.

Aladár Rácz píanóleikari og Pétur Ingólfsson bassaleikari verða meðleikarar, Daníel Þorsteinsson stjórnar.

Aðgangseyrir verður 3000 kr.

Árshátíð 18. apríl 2015

Árshátíð Kvennakórs Akureyrar var haldin 18. apríl 2015 í Viðjulundi á Akureyri.

Sópran 2  er skemmtinefnd í vetur og sá um alla skipulagningu og framkvæmd, Eins og alltaf þegar kórinn kemur saman var þetta hin besta skemmtun og mikið hlegið og sungið.

Hver rödd lagði til skemmtiatriði og auk þess fengu árshátíðargestir smá danskennslu að hætti Önnu Breiðfjörð.

Undir borðhaldi og milli atriða rúllaði svo myndasýning frá leik og starfi kórsins frá árunum 2002-2012 sem Aðalbjörg Sigmarsdóttir og Halla Gunnlaugsdóttir tóku saman.

Nokkrar myndir frá árshátíðinni má sjá hér á síðunni.

Þorrasöngur í Hlíð og æfingahelgi framundan.

Þorramynd

Æfingar hófust eftir jólafrí strax 4. janúar og nú æfir kórinn að krafti lög undir þemanu „Dífur og drottningar“ og ný lög bætast við á hverri æfingu.

Einnig er æfingarhelgi framundan, þ.e.  helgina 28. febrúar – 1. mars að Húsabakka í Svafaðardal og má þar búast við miklum söng og gleði.

Þorrinn er nú genginn í garð og í tilefni af því syngur kórinn fyrir heimilisfólk í Hlíð ásamt Snorra Guðvarðar og Karlakór Akureyrar Geysi síðdegis föstudaginn 6. febrúar. Þetta er orðinn árlegur viðburður að kórfélagar taki þátt í þessum söng og er það til mikillar gleði fyrir flytjendur og vonandi áheyrendur líka.