Gleðilegt ár

Kórstarf hefst á nýju ári þann 3. janúar með kóræfingu á venjulegum tíma í Brekkuskóla.

Spennandi tímar eru framundan hjá kórnum eins og reyndar oft áður.  Æfingahelgi verður í febrúar, tónleikar í mars, utanlandsferð í júní og eflaust eitthvað fleira sem síðar kemur í ljós.

Nánari fréttir birtast svo hér jafnóðum.