Söngur á sjómannadaginn

Kvennakór Akureyrar tekur þátt í dagskrá sjómannadagsins á Akureyri sunnudaginn 5. júní.

Kórinn syngur um kl. 14:15 í hátíðardagskrá sem fram fer fyrir utan Menningarhúsið Hof.

Að því loknu syngur kórinn aftur inni í Hofi,  við veitingastaðinn 1862 Bistro.

Aðgangur er ókeypis og verið hjartanlega velkomin.