Tónleikar til heiðurs Birgi Helgasyni

Tónleikar til heiðurs Birgi Helgasyni verða í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 3. mars kl. 20:00.

Birgir Helgason er Akureyringum vel kunnur, enda starfaði hann áratugum saman sem tónlistarkennari við Barnaskóla Akureyrar og veitti nemendum þar ómetanlegt tækifæri til söngs og hljóðfæranáms í áraraðir. Birgir er einnig afkastamikið tónskáld og samdi mörg laganna sem sungin voru af Kór Barnaskóla Akureyrar meðan hann stjórnaði honum.

Þessir tónleikar eru haldnir til að heiðra Birgi og hans ötula starf í gegnum árin. Að tónleikunum standa Karlakór Akureyrar-Geysir, Kvennakór Akureyrar, Hymnodia og Rúnarkórinn.