Tónleikar til styrktar Mæðrastyrksnefnd Akureyrar

Þann 21. nóvember heldur Kvennakór Akureyrar sína árlegu styrktartónleika fyrir Mæðrastyrksnefnd Akureyrar. Að þessu sinni fær kórinn til liðs við sig Æskulýðskór Glerárkirkju undir stjórn Olgu Ásrúnar Stefánsdóttur. Efnisskráin er fjölbreytt, þar verða íslensk og erlend lög, bæði jólalög og ekki jólalög, þar sem enn verður rúmur mánuður til jóla þegar tónleikarnir eru haldnir.  Tónleikarnir verða í Akureyrarkirkju 21. nóvember kl. 16:00....
Continue reading...

Vel heppnað kóramót

alt

Kvennakór Akureyrar á kóramóti í Hofi 23. okt. 2010 Kóramótið í Hofi þann 23. okt. s.l. þótti takast með eindæmum vel og var það mál margra að gera þyrfti slíkt kóramót að árlegum viðburði í Hofi. 24 kórar tóku þátt í mótinu og áætlað var að um 700 manns hafi verið að syngja í Hofi þennan dag.  Áhorfendur voru einnig fjölmargir og líklega um eða yfir 500 þegar allir kórarnir sungu saman í lokin. Dagskráin fór fram á stóra sviðinu og var salurinn, Hamraborgin,  opinn gestum og gangandi meðan á dagskránni stóð. Á mótinu komu fram 8 kirkjukórar, 3 kórar...
Continue reading...

Kóramót í Hofi

Kvennakór Akureyrar tekur þátt í kóramóti sem haldið er í Menningarhúsinu Hofi laugardaginn 23. okt.  Alls taka 24 kórar þátt í dagskránni sem stendur frá kl 10:00 til ca 18:30.  Kórarnir, sem eru af öllum stærðum og gerðum, koma fram í 20 mín. hver og í lokin sameinast þeir og syngja allir saman. Sungið verður í salnum sem fengið hefur nafnið Hamraborgin og er hann opinn gestum og gangandi á meðan á dagskránni stendur.  Nánar um hvaða kórar taka þátt og niðurröðun þeirra má sjá hér....
Continue reading...

Æfingadagur að baki

Laugardaginn 2. október var haldinn æfingadagur í Valsárskóla á Svalbarðseyri.  Æfingar hófust kl. 9 um morguninn og stóðu til kl. 17:30.  Að þessu sinnu fékk kórinn góðan gest, því að Margrét Bóasdóttir, sópransöngkona og margreyndur og lærður kórstjóri var Daníel til aðstoðar. Það er ekki ofsögum sagt að þetta kom mjög vel út, því Margrét fræddi kórkonur um ýmis praktísk atriði í söngnum og leiðbeindi einnig um það sem betur mátti fara. Í kaffi og matarhléum sáu kvenfélagskonur á Svalbarðsströnd um það að enginn væri svangur og voru veitingarnar hjá þeim aldeilis frábærar.Framundan hjá kórnum er svo þátttaka í kórahátíð...
Continue reading...

Dagskrá haustsins komin á síðuna

Dagskrá kórsins fyrir haustið 2010 er nú aðgengileg hér á síðunni undir liðnum Dagskrá. Greinilega margt skemmtilegt að gerast og næg verkefni til að takast á við eftir sumarfrí. Má þar nefna kórahátíð í Hofi, æfingabúðir og tvenna tónleika auk smærri viðburða. Stjórnandi kórsins er sem fyrr Daníel Þorsteinsson og formaður Snæfríð Eguilson....
Continue reading...

Vortónleikar Kvennakórs Akureyrar

                                   Frá tónleikum í Laugarborg 8. maí 2010 Vortónleikar Kvennakórs Akureyrar verða haldnir í Akureyrarkirkju 30. maí nk. kl. 15.00 Stjórnandi er Daníel Þorsteinsson og undirleikari á píanó Helga Bryndís Magnúsdóttir. Á efnisskránni eru lög úr ýmsum áttum, svo sem íslensk þjóðlög, lög úr West Side Story og margt fleira. Miðaverð er 1500 krónur. Frítt fyrir 12 ára og yngri. Vinsamlegast athugið að ekki er tekið á móti greiðslukortum. Góða skemmtun....
Continue reading...