Tónleikar til styrktar Mæðrastyrksnefnd 7. desember

Kvennakór Akureyrar heldur sína 11. tónleika til styrktar Mæðrastyrksnefnd Akureyrar laugardaginn 7. desember kl. 16:00 í Akureyrarkirkju. Fyrstu styrktartónleikarnir voru haldnir 4. desember 2003 og síðan þá hafa fjölmargir kórar og tónlistarmenn tekið þátt í þessum tónleikum. Þá hafa allir undantekningalaust gefið sína vinnu og ágóðinn því runnið beint til Mæðrastyrksnefndar Akureyrar.
Það er ánægjulegt að segja frá því að í ár munu tveir kvennakórar ganga til liðs við okkur til að styrkja þetta góða málefni, þ.e. Kvennakórinn Embla og Kvennakórinn Sóldís. Það má því áætla að um eða yfir hundrað konur syngi saman á þessum tónleikum.

Kvennakórinn Embla var stofnaður 1. september 2002 með það að markmiði að taka til flutnings klassísk og nútíma verk fyrir kvennaraddir. Stofnandi og jafnframt stjórnandi kórsins er Roar Kvam og undirleikari Helga Kvam.
http://www.kvam.est.is/embla/

 

 

 

 

 

Kvennakórinn Sóldís var stofnaður haustið 2010 af þremur konum í Skagfirði. Kórstjóri er Sólveig Sigríður Einarsdóttir og undirleikari Rögnvaldur Valbergsson. Kórinn æfir í Menningarhúsi Skagfirðinga í Miðgarði.  http://www.soldisir.123.is