Æfingadagur í Valsárskóla


Daníel æfir altraddirnar.    


Æfingadagur var haldinn í Valsárskóla á Svalbarðseyri laugardaginn 26. október. Æft er nú jöfnum höndum fyrir hina árlegu Styrktartónleika Mæðrastyrksnefndar og fyrir Landsmót kvennakóra í vor. Daníel kórstjóri fékk til liðs við sig Helenu Guðlaugu Bjarnadóttur sópransöngkonu og æfði hún sópranraddir á meðan hann æfði altraddirnar. Æfingar hófust kl. 9 að morgni og stóðu til kl. 15. Kvenfélag Svalbarðsstrandar sá um veitingar af sinni alkunnu snilld og óhætt er að segja að allir fóru heim ánægðir á sál og líkama að æfingadeginum loknum.