Endurnýjun á vefsíðunni

Eins og margir taka eflaust eftir hefur vefsíða kórsins tekið algjörum stakkaskiptum.  Útilitið er breytt og á eftir að taka fleiri breytingum. Verið var að skipta um vefumsjónarkerfi, gamla kerfið var orðið úrelt og ónothæft.  Nú er unnið að því að koma öllum upplýsingum af gömlu síðunni á sinn stað á þeirri nýju.  Myndasöfnin verða látin bíða um sinn. Búast má við því að þessar breytingar taki smá tíma og er beðist velvirðingar á því ef þetta veldur einhverjum erfiðleikum.  Kórfélagar fá upplýsingar í tölvupósti um aðgang að lokuðu svæði sem nú kallast Innri vefur.