Næstu vikur

Kórinn æfir nú af kappi fyrir tvenna tónleika.

Þann 8. maí n.k. kemur Kvennakór Suðurnesja í heimsókn og halda þá kórarnir tónleika saman í Laugarborg.

Vortónleikar verða svo haldnir 30. maí í Akureyrarkirkju.  Nánar verður sagt frá báðum þessum tónleikum síðar.

Aðalfundur Kvennakórs Akureyrar verður haldinn 29. apríl n.k.

Á döfinni næstu vikur

Laugardaginn 13. mars verður árshátíð kórsins haldin í Bjargi við Bugðusíðu. Árshátíðarnefnd starfar á fullu við undirbúning og hver rödd fyrir sig undirbýr skemmtiatriði. Síðan verður borðað og sungið og dansað fram eftir nóttu.

Laugardaginn 20 mars verður svo æfingadagur kórsins í Valsárskóla á Svalbarðsströnd. Þar verður æft frá 9 – 18 og einnig hlýtt á erindi frá Valdísi Jónsdóttur talmeinafræðingi sem ætlar að ræða um raddböndin, raddbeitingu og raddvernd og kenna kórfélögum aðferð til að þjálfa raddböndin og ná betri öndunartækni.

Kvennakór Suðurnesja kemur í heimsókn í maí og verða haldnir sameiginleigir tónleikar með þeim þann 8. maí.  Vortónleikar kórsins verða svo 30. maí n.k. en nánar verður sagt frá þessum  tónleikum síðar.

Gleðilegt ár!

        Gestir heimasíðunnar fá innilegar óskir um gleðilegt ár 2010.

        Kórinn á að baki farsælt og gott ár 2009 og lauk því með tvennum glæsilegum tónleikum með Karlakór Dalvíkur þann 27. desember.

        Kórar og annað tónlistarfólk sem starfað hefur með Kvennakór Akureyrar árið 2009 fá hjartans þakkir fyrir ánægjulegt samstarf.

Jólakveðja

Stjórn Kvennakórs Akureyrar óskar ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra
jóla og heillaríks komandi árs, með kærri þökk fyrir yndislegar
samverustundir í söng og gleði á árinu sem er að líða.
Hlökkum til að sjá ykkur á nýju söngári, með fullt af uppákomum, söng og
gleði.

Jólakveðjur
Snæfríð, Ragnhildur, Soffía, Hafey og Ásdís.

Jólatónleikar Kvennakórs Akureyrar og Karlakórs Dalvíkur

alt

Þann 27. desember verða tvennir jólatónleikar með Kvennakór Akureyrar og Karlakór Dalvíkur. Fyrri tónleikarnir verða  í Akureyrarkirkju kl 16:00, en þeir seinni í Dalvíkurkirkju kl. 21:00. Forsala aðgöngumiða er í Pennanum og við innganginn á kr. 1.500.-

Kvennakór Akureyrar á tónleikum 29. nóv. 2009

alt

Karlakór Dalvíkur

Þakkir fyrir stuðning

alt


Kvennakór Akureyrar stóð fyrir sínum árlegu tónleikum til styrktar Mæðrastyrksnefnd Akureyrar þann 29. nóvember sl. Þetta var í 7. sinn sem kórinn hélt þessa tónleika og tókust þeir afar vel. Venjan er að kórinn fái góða gesti til liðs við sig og í þetta sinn voru það Kvennakórinn Salka á Dalvík og Skólakór Hrafnagilsskóla.

Allir sem komu að tónleikunum á einhvern hátt gáfu vinnu sína,auglýsingar voru fríar og ekki þurfti að greiða fyrir aðstöðuna í Akureyrarkirkju.

Í lok tónleikanna voru Ingu Ellertsdóttur frá Mæðrastyrksnefnd Akureyrar afhentar 350.000 krónur sem var afrakstur tónleikanna.

Kvennakór Akureyrar vill þakka öllum sem komu að þessum tónleikum og ekki síst frábærum tónleikagestum.