Vortónleikar Kvennakórs Akureyrar

                                   Frá tónleikum í Laugarborg 8. maí 2010

Vortónleikar Kvennakórs Akureyrar verða haldnir í Akureyrarkirkju 30. maí nk. kl. 15.00

Stjórnandi er Daníel Þorsteinsson og undirleikari á píanó Helga Bryndís Magnúsdóttir.

Á efnisskránni eru lög úr ýmsum áttum, svo sem íslensk þjóðlög, lög úr West Side Story og margt fleira.

Miðaverð er 1500 krónur. Frítt fyrir 12 ára og yngri. Vinsamlegast athugið að ekki er tekið á móti greiðslukortum.

Góða skemmtun.