Kvennakór Akureyrar heldur í söngferðalag til Skotlands í júní 2024

Kórinn hefur reglulega farið í söngferðalög. Bæði innanlands og utan.

Hann hefur reynt að fara erlendis u.þ.b. þriðja hvert ár. Síðast var farið til Ítalíu árið 2019 en Covid breytti skipulaginu örlítið.

Í ár verður farið til Skotlands 21. til 28. júní.

Flogið verður frá Keflavík til Glasgow. Markverðustu staðir skoðaðir og auðvitað munu Skotar svo fá að njóta okkar fögru radda, á að minnsta kosti, tvennum tónleikum.

Kvennakór Akureyar tekur þátt í minningartónleikum Jaan Alavere 4.4.2024

Minningartónleikar Jaan Alavere

Jaan Alavere var mörgum kunnugur á Norðurlandinu en hann lést mjög skyndilega þann 3. september árið 2020 í miðju Covid. Jarðarförin fór fram í kyrrþey og var hann svo jarðsettur í Eistlandi.

Jaan var fæddur þann 4. apríl 1969 og þykir því vel við hæfi að halda tónleika honum til heiðurs þann 4. apríl 2024 en þá hefði hann orðið 55 ára gamall.

Tónleikarnir verða haldnir í Akureyrarkirkju 4. apríl kl 20:00

Enginn aðgangseyrir, en tekið verður við frjálsum framlögum.

Fram koma:
Söngfélagið Sálubót
Jónína Björt Gunnarsdóttir
Óskar Pétursson
Jónas Reynir Helgason
Bolli Pétur Bollason
Grete Alavere
Marika Alavere
Valmar Väljaots
Eyþór Ingi Jónsson
Hljómsveitin Gourmet – Trausti Már Ingólfsson, Knútur Emil Jónasson, Borgar Þórarinsson og Pétur Ingólfsson.
Kvennakór Akureyrar

Jóla-andinn 2023

Í ár ætlar Kvennakór Akureyrar að vera með jólastund í Lyst Lystigarðinum á Akureyri.

Kórinn ætlar að syngja jólalög fyrir gesti og gangandi. Það kostar ekkert inn en Lyst er með Happy hour á sama tíma.

Jólastundin verður 14. desember og hefst kl. 16:00

Námskeið í nótnalestri

Bragi Þór Valsson býður upp á nótnanámskeið

Námskeiðið er í formi myndbanda og gagnvirkra æfingaverkefna sem allir geta horft á og spreytt sig á eins oft og þeir vilja.

Hlekkurinn á námskeiðið er: https://namskeidaskolinn.is/course/laerdu-ad-lesa-notur/

og afsláttarkóði, sem er í gildi fyrir alla aðildarkóra Gígjunnar til 1. nóv er: gigjan2023

Tilhlökkun að takast á við nýtt starfsár.

Á aðalfundinum var að venju kosið í stjórn. Úr stjórninni gengu Guðrún Hreindís Hreinsdóttir og Margrét Einarsdóttir. Í þeirra stað komu þær Sigurlaug Ásta Blomsterberg Grétarsdóttir og Þuríður Sólveig Árnadóttir. Kórinn þakkaði gömlum stjórnarkonum, vel unnin störf og bauð nýjar velkomnar með lófaklappi

Nýkjörin stjórn mun hittast á allra næstu dögum, skipta með sér verkum og ganga frá dagskrá vetrarins eins og mögulegt er. Mikill hugur var í stjórnarkonum og tilhlökkun hjá kórkonum að takast á við nýtt starfsár.