Jóla-andinn 2023

Í ár ætlar Kvennakór Akureyrar að vera með jólastund í Lyst Lystigarðinum á Akureyri.

Kórinn ætlar að syngja jólalög fyrir gesti og gangandi. Það kostar ekkert inn en Lyst er með Happy hour á sama tíma.

Jólastundin verður 14. desember og hefst kl. 16:00

Námskeið í nótnalestri

Bragi Þór Valsson býður upp á nótnanámskeið

Námskeiðið er í formi myndbanda og gagnvirkra æfingaverkefna sem allir geta horft á og spreytt sig á eins oft og þeir vilja.

Hlekkurinn á námskeiðið er: https://namskeidaskolinn.is/course/laerdu-ad-lesa-notur/

og afsláttarkóði, sem er í gildi fyrir alla aðildarkóra Gígjunnar til 1. nóv er: gigjan2023

Tilhlökkun að takast á við nýtt starfsár.

Á aðalfundinum var að venju kosið í stjórn. Úr stjórninni gengu Guðrún Hreindís Hreinsdóttir og Margrét Einarsdóttir. Í þeirra stað komu þær Sigurlaug Ásta Blomsterberg Grétarsdóttir og Þuríður Sólveig Árnadóttir. Kórinn þakkaði gömlum stjórnarkonum, vel unnin störf og bauð nýjar velkomnar með lófaklappi

Nýkjörin stjórn mun hittast á allra næstu dögum, skipta með sér verkum og ganga frá dagskrá vetrarins eins og mögulegt er. Mikill hugur var í stjórnarkonum og tilhlökkun hjá kórkonum að takast á við nýtt starfsár. 

FUNDARBOÐ

AÐALFUNDUR KVENNAKÓRS AKUREYRAR

Verður haldinn í Brekkuskóla 24. september 2023 kl. 15:00

Dagskrá:

1. Fundur settur

2. Skipan fundarstjóra og fundarritara

3. Lestur fundargerðar síðasta aðalfundar

4. Skýrsla stjórnar og umræður

5. Ársreikningar félagsins lagðir fram til umræðu og samþykktar

6. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga og eins til vara

7. Kosning stjórnar

8. Lagabreytingar

9. Önnur mál

Æfingar að hefjast haustið 2023

Fyrsta æfing haustsins verður sunnudaginn 17. september kl. 15:00 til 17:00 í Brekkuskóla.

Nýir félagar í allar raddir eru hjartanlega velkomnir í kórinn og þeim bent á að hafa samband við stjórnandann Valmar Väljaots í síma 849-2949

Vortónleikar, kaffihlaðborð og messa 14. maí 2023

Kvennakór Akureyrar syngur við mæðradagsmessu í Akureyrarkirkju sunnudaginn 14. maí nk. kl. 11:00.


Kl. 14:00 sama dag verða vortónleikar kórsins haldnir í kirkjunni. En eftir tónleikana verður boðið upp á glæsilegt kaffihlaðborð í safnaðarheimilinu.
Aðgangseyrir er 4.000 krónur (söng- og kaffihlaðborð).

Athugið að enginn „posi“ verður á staðnum.


Kórstjóri og meðleikari er Valmar Valjaots.
Fjölbreytt efnisskrá. Verið hjartanlega velkomin!