Kvennakór Akureyrar hefur upp raust sína !

Kvennakór Akureyrar er nú að byrja sitt 8. starfsár. Æft er einu sinni í viku, á sunnudögum frá kl. 17:00 – 19:00 í Brekkuskóla og verður fyrsta æfing vetrarins 13. september nk. Stjórnandi er Daníel Þorsteinsson. Nú óskum við eftir hressum söngkonum í allar raddir og hvetjum við allar nýjar kórkonur að mæta í raddprufu, sem fer fram í Brekkuskóla sunnudaginn 13. september kl. 16:00, en æfing hefst að þeim loknum. Kórstarfið verður spennandi sem endranær, og er efnisskráin fjölbreytt með lögum úr ýmsum áttum og frá ólíkum tímum.

Hlökkum til að sjá ykkur allar, gamlar sem nýjar kórkonur

Bestu söngkveðjur Kvennakór Akureyrar

Til Kórfélaga

Jæja stelpur, nú þurfum við að fara að snúa okkur að kórstarfinu aftur!
Byrjum á að taka frá 29. ágúst, þá er Akureyrarvakan, síðan er það 5. september, þá höldum við markað í Marki og svo verður fyrsta æfingin sunnudaginn 13. september. Nánar um þetta allt saman þegar nær dregur.

Vorferð

Á morgun föstudaginn 5. júní leggur kórinn af stað í sína árlegu vorferð. Að þessu sinn er ferðinni heitið á Neskaupsstað. Þar verða haldnir tónleikar í Norðfjarðarkirkju kl. 15:00 laugardaginn 6. júní og síðan verður sungið við hátíðarmessu á sama stað á sjómannadaginn kl. 14:00.
Mikill ferðahugur er í kórfélögum og í ferðina fara rúmlega 60 manns. Ef veður verður gott verður farið í siglingu með bátaflota Norðfirðinga að morgni sjómannadags og einnig verður farið í kynnisferð um staðinn.