Aðalfundur Kvennakórs Akureyrar

FUNDARBOÐ
AÐALFUNDUR KVENNAKÓRS AKUREYRAR
29. APRÍL 2010 Í BREKKUSKÓLA KL. 18:00

1.         Fundur settur
2.         Skipan fundarstjóra og fundarritara
3.         Lestur fundargerðar síðasta aðalfundar
4.         Skýrsla stjórnar og umræður
5.         Ársreikingar félagsins lagðir fram til umræðu og samþykktar
6.         Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga og eins til vara
7.         Kosning stjórnar
8.         Lagabreytingar
9.         Önnur mál
a.         Félagsgjöld
b.         10 ára afmæli Kvennakórs Akureyrar
c.         Fjáröflun, þmt. árlegur haustmarkaður
d.         Drög að dagskrá næsta haust
e.         Annað
10.         Fundi slitið

Næstu vikur

Kórinn æfir nú af kappi fyrir tvenna tónleika.

Þann 8. maí n.k. kemur Kvennakór Suðurnesja í heimsókn og halda þá kórarnir tónleika saman í Laugarborg.

Vortónleikar verða svo haldnir 30. maí í Akureyrarkirkju.  Nánar verður sagt frá báðum þessum tónleikum síðar.

Aðalfundur Kvennakórs Akureyrar verður haldinn 29. apríl n.k.

Á döfinni næstu vikur

Laugardaginn 13. mars verður árshátíð kórsins haldin í Bjargi við Bugðusíðu. Árshátíðarnefnd starfar á fullu við undirbúning og hver rödd fyrir sig undirbýr skemmtiatriði. Síðan verður borðað og sungið og dansað fram eftir nóttu.

Laugardaginn 20 mars verður svo æfingadagur kórsins í Valsárskóla á Svalbarðsströnd. Þar verður æft frá 9 – 18 og einnig hlýtt á erindi frá Valdísi Jónsdóttur talmeinafræðingi sem ætlar að ræða um raddböndin, raddbeitingu og raddvernd og kenna kórfélögum aðferð til að þjálfa raddböndin og ná betri öndunartækni.

Kvennakór Suðurnesja kemur í heimsókn í maí og verða haldnir sameiginleigir tónleikar með þeim þann 8. maí.  Vortónleikar kórsins verða svo 30. maí n.k. en nánar verður sagt frá þessum  tónleikum síðar.