Dagskrá haustsins komin á síðuna

Dagskrá kórsins fyrir haustið 2010 er nú aðgengileg hér á síðunni undir liðnum Dagskrá. Greinilega margt skemmtilegt að gerast og næg verkefni til að takast á við eftir sumarfrí. Má þar nefna kórahátíð í Hofi, æfingabúðir og tvenna tónleika auk smærri viðburða. Stjórnandi kórsins er sem fyrr Daníel Þorsteinsson og formaður Snæfríð Eguilson.