Kvennakórinn Embla – Tónleikar 28. maí

Kvennakórinn Embla heldur tónleika í Glerárkirkju föstudaginn 28. maí kl.
20:00. Flutt verða verk fyrir kvennakór eftir ýmsa höfunda, m.a. Franz
Liszt, Zoltán Kodály, Hector Berlioz, Þorkel Sigurbjörnsson og Jón Leifs.
Með kórnum koma fram Elín Ósk Óskarsdóttir sópran, Richard Simm píanó,
Sophie M Schoonjans harpa og Helga Kvam harmonium. Kórinn flytur síðan sama
prógram í Laugarneskirkju í Reykjavík sunnudaginn 30. maí.