Jólatónleikar Kvennakórs Akureyrar

Kvennakór Akureyrar heldur jólatónleika sína í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 13. desember kl. 20:00.   Á dagskránni verða jólalög úr ýmsum áttum.

Stjórnandi kórsins er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og einsöngvarar eru Halla Ólöf Jónsdóttir og Helga Kolbeinsdóttir.

 

 

F.v.  Sigrún, Halla Ólöf
og Helga

 

Helena Gudlaug Bjarnadottir leikur á píanó og Petra Óskarsdóttir á flautu.

Almennt miðaverð verður kr. 3000, en frítt fyrir börn yngri en 14 ára.

Enginn posi á staðnum.

Söngur á Ráðhústorgi

Á dagskrá kvennafrídagsins á Ráðhústorgi 24. október söng Kvennakór Akureyrar 2 lög, þ.e. Hvað er svona merkilegt við það og Áfram stelpur við undirleik og stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur.

Kórinn syngur í bleikri messu í Akureyrarkirkju

Allir velkomnir í bleika messu næstkomandi sunnudag 🙂

Posted by Akureyrarkirkja Eyrarlandsvegi on Þriðjudagur, 9. október 2018

Aðalfundur og næstu verkefni

Sunnudaginn 16. september var aðalfundur kórsins haldinn í Brekkuskóla.  Lítilsháttar breytingar urðu á stjórninn þar sem Anna Breiðfjörð Sigurðardóttir lét af starfi gjaldkera en Sigríður Jónsdóttir tók við.  Stjórnin er þá þannig skipuð:
Þórunn Jónsdóttir, formaður, Halla Sigurðardóttir, varaformaður, Sigríður Jónsdóttir, gjaldkeri, Valdís Þorsteinsdóttir, ritari og Margrét Ragúels, meðstjórnandi.

Næst á döfinni hjá kórnum er þetta:

Sunnudaginn 7. október verður haldið bingó í Brekkuskóla til fjáröflunar fyrir kórinn, því nú er fyrirhuguð ferð á kóramót á Ítalíu næsta sumar.

Kórinn syngur í Bleikri messu í Akureyrarkirkju 14. október kl 20, en sú messa er haldin árlega í tengslum við árveknisátak Krabbameinsfélagsins.

Æfingahelgi verður haldin fyrir kórfélaga 27. – 28. október að Hótel Natur á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd.

 

Mæðradagstónleikar og kökuhlaðborð 13. maí

Kvennakór Akureyrar heldur vortónleika sína á mæðradag, 13. maí 2018 í Akureyrarkirkju kl 14:00

Tónlistin er einstaklega ljúf og notaleg, með áherslu á sjöunda áratug síðustu aldar.

Kórinn býður tónleikagestum í veglegt kökuhlaðborð í safnaðarheimilinu að tónleikum loknum.

Miðaverð er kr. 4000,- en ókeypis er fyrir 15 ára og yngri. Enginn posi.

Stjórnandi er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Helga Bryndís Magnúsdóttirleikur á píanó og Ave Sillaots leikur á harmonikku.

Akureyrarstofa er styrktaraðili tónleikanna.

 

Þrír kvennakórar í Miðgarði í Skagafirði

Laugardaginn 7. apríl verða haldnir tónleikar í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði þar sem 3 kvennakórar koma saman og syngja.

Kvennakórinn Sóldís stendur fyrir þessum viðburði og bauð 4 kvennakórum af Norðurlandi þátttöku, en 2 þeirra komust ekki á þessum tíma.

Ef vel tekst til er ætlunin að gera þetta að árlegum viðburði og munu kórarnir skiptast á að vera gestgjafar.

Kórarnir sem koma fram eru Kvennakórinn Sóldís, Kvennakórinn Embla og Kvennakór Akureyrar og hefjast tónleikarnir kl. 16:00.