Vortónleikar, kaffihlaðborð og messa 14. maí 2023

Kvennakór Akureyrar syngur við mæðradagsmessu í Akureyrarkirkju sunnudaginn 14. maí nk. kl. 11:00.


Kl. 14:00 sama dag verða vortónleikar kórsins haldnir í kirkjunni. En eftir tónleikana verður boðið upp á glæsilegt kaffihlaðborð í safnaðarheimilinu.
Aðgangseyrir er 4.000 krónur (söng- og kaffihlaðborð).

Athugið að enginn „posi“ verður á staðnum.


Kórstjóri og meðleikari er Valmar Valjaots.
Fjölbreytt efnisskrá. Verið hjartanlega velkomin!

Landsmót íslenskra kvennakóra í Reykjavík

Landsmótstónleikar í Hofi 2014

Myndin er frá landsmóti kvennakóra á Akureyri 2014

Landsmót íslenskra kvennakóra (Gígjunnar) verður haldið í Reykjavík dagana 4. – 6. maí 2023. Slík mót eru haldin 3ja hvert ár, en var frestað 2020 þangað til nú og er þetta 11. mótið sem haldið hefur verið.

Á þessum mótum hittast kórkonur hvaðanæva af landinu og syngja saman, syngja fyrir aðra kóra, hlusta á aðra kóra, læra eitthvað nýtt og taka þátt í söngsmiðjum.

Í ár taka 14 kvennakórar þátt í mótinu og þar á meðal Kvennakór Akureyrar. Nánar um landsmótið á https://www.landsmot.com/

Afrakstur mótsins verður svo fluttur á tvennum tónleikum:
Fös. 5. maí kl. 18.00 – 20.00 Syngjandi vor, tónleikar kóranna í Eldborg í Hörpu
Lau. 6. maí kl. 15.00 – 17.00 Smiðjutónleikar og sameiginlegu lögin í Háskólabíói

Miðasala fyrir tónleika kóranna í Eldborg er hér: https://www.harpa.is/syngjandi-vor-tonleikar-islenskra-kvennakora-i-eldborg
og viðburður á facebook er hér: https://www.facebook.com/events/734633745002626/

Miðinn kostar 4.000 kr en boðið er upp á tilboð – tveir miðar á verði eins – til 25. apríl og gildir miðinn einnig á smiðjutónleikana í Háskólabíó. Betra gerist það varla, tvennir tónleikar – sannkölluð tónleikaveisla fyrir 2.000 kr. er gjöf en ekki gjald.

Janúar og febrúar á nýju ári 2023

Æfingar verða með hefðbundnum hætti næstu tvo sunnudaga kl. 17:00 til 19:00

10. febrúar ætlum við að gera okkur dagamun. Fara út að borða og skemmta okkur saman.

Engin æfing verður sunnudaginn 12. febrúar. Við verðum duglegar að æfa okkur heima.

Laugardaginn 25. febrúar hefst fyrsta æfingarhelgi ársins. Sópranraddir munu æfa milli kl. 10:00 og 12:00 og altraddir milli kl. 13:00 og 16:00 með smá kaffipásu. Samæfing verður svo á sunnudeginum kl. 16:00 til 18:00

Fyrsta kóræfing 2023 verður sunnudaginn 15. janúar

Báðar alt raddirnar eiga að mæta stundvíslega kl: 16:00 og verða til 17:30.

Húsið verður opnað 10 mínútum fyrir æfingu og við hjálpumst að við að raða upp stólum eins og alltaf.

Báðar sópran raddirnar mæta svo stundvíslega kl. 17:30 og verða til 19:00

Þær munu svo ganga frá eftir æfinguna. Raða upp stólum, slökkva ljós og læsa húsinu.

Munið eftir nýjum nótum

Kjörið tækifæri fyrir nýjar konur að koma núna.

Jólatónleikum lokið

Mikið var gott að geta loksins haldið jólatónleika. Engar fjarlægðartakmarkanir og engar sóttvarnarreglur, bara gleði, gleði,  jólagleði.

Tónleikarnir tókust virkilega vel og mæting var nokkuð góð.  Kvennakórinn Salka heiðraði okkur, KvennkórsAkureyrar konur, með nærveru sinni. Þær sungu eins og englar og við að sjálfsögðu einnig. Í lokin fluttu kórarnir tvö sameiginleg lög og tónleikagestir tóku undir í lokalaginu.

Eftir tónleikana héldu kórarnir saman litlu jólin með kökum, kaffi og öðru góðgæti og tveir jólaveinar útbýttu gjöfum.

Það voru glaðar kórkonur sem héldu í jólafrí að loknum góðum degi.

Gleðilega hátíð.

Jólatónleikar

Kvennakór Akureyrar heldur jólatónleika í Glerárkirkju, ásamt góðum gestum, Kvennakórnum Sölku frá Dalvík, laugardaginn 10 desember kl. 15:00

Stjórnendur kóranna eru Valmar Väljaots og Mathias Spoerry .

Lofum góðri söngveislu með fallegum jólalögum, innlendum sem erlendum.

Aðgangseyrir er 3000 kr og frítt fyrir 16 ára og yngri.