Jólakveðja

Bestu jóla og nýársóskir til allra félaga, vina og velunnara Kvennakórs Akureyrar !

Kærar þakkir fyrir samstarf og stuðning á árinu sem er að líða.

Jólatónleikar 7. desember

Kvennakór Akureyrar heldur tónleika sunnudaginn 7. desember fyrir íbúa öldrunarheimilanna Hlíðar og Lögmannshlíðar og aðstandendur þeirra.

Kórinn syngur í Hlíð kl. 15:15 og í Lögmannshlíð kl. 17:00. Aðgangseyrir er enginn.

Kvennakór Akureyrar syngur með þremur karlakórum

Laugardaginn 8. nóvember verður von á góðu, þegar Kvennakór Akureyrar tekur höndum saman með Karlakórnum Stefni, Karlakór Kópavogs og Söngbræðrum frá Borgarnesi.
Þessir glæsilegu kórar halda saman tónleika í Íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ kl. 16:00. Hver kór mun syngja nokkur lög og svo mynda þeir saman blandaðan kór.

stefnir

 

Karlakórinn Stefnir

karlakor_kopavogs

 

 

 

 

 

Karlakór Kópavogs

songbraedur

 

 

 

 

 

 

 

 

Söngbræður úr  Borgarnesi

 

 

 

     

 

 

Heimasíður karlakóranna:

http://kkstefnir.is/index.php

https://www.facebook.com/karlakorinn.stefnir?fref=ts

http://www.karlakor.com/

https://www.facebook.com/karlakorkopavogs/photos_stream

http://www.sikk.is/page/karlakorinn-songbraedur/

Fyrsta æfing að baki, nýir kórfélagar og ný stjórn

Fyrsta æfing vetrarins var s.l. sunnudag 7. sept. í Hlíð.  Lagavalið byrjaði á haustlegum og angurværum nótum eins og Daníel kórstjóri orðaði það.

Það er ánægjulegt að segja frá því að 9 konur bættust við frá því í fyrra og hlökkum við mikið til að starfa með þeim í vetur.

S.l. fimmtudag urðu stjórnarskipti því að Una Þórey Sigurðardóttir lét af störfum formanns, sem hún hefur gegnt s.l. 3 ár og þökkum við hinar henni vel unnin störf.

Nýr formaður er Arnfríður Kjartansdóttir, varaformaður Kamilla Hansen, gjaldkeri Anna Breiðfjörð Sigurðardóttir og meðstjórnendur Valdís Þorsteinsdóttir og Þórunn Jónsdóttir.

Næsta æfing verður sunnudaginn 14. sept. kl. 16:45  í Brekkuskóla.

Æfingar hefjast 7. september – viltu vera með í vetur?


2014-Auglysing-haust

Hefur þú áhuga á að syngja í kvennakór? Kvennakór Akureyrar snýr aftur úr sumarfríi næsta sunnudag og við viljum gjarnan bæta við okkur fleiri söngkonum.

Raddprufur verða kl. 15:00 sunnudaginn 7. september og fyrsta æfing vetrarins verður í beinu framhaldi kl. 16:45.  Nánari upplýsingar veitir formaður kórsins hún Una Þórey formadur@kvak.is s. 848-4736.

Við hlökkum til að taka á móti nýjum konum.

Kórinn syngur á 17. júní

Á 17. júní verður hátíðardagskrá í Lystigarðinum.

Lúðrasveit Akureyrar spilar, það verður fánahylling, prestur flytur hugvekju, hátíðarávarp flutt, sigurvegari UNG-skálda og sigurvegari í Stóru upplestrarkeppninni koma fram og Kvennakór Akureyrar syngur þrjú lög á milli atriða.

Nánari dagskrá þjóðhátíðardagsins má sjá hér.

Vetrarstarfi lauk með aðalfundi og vortónleikum

IMG_9310Formlegu vetrarstarfi kórsins lauk með tónleikum í Laugarborg 29. maí.  Tónleikarnir voru vel sóttir og tónleikagestir fóru saddir og ánægðir heim því að auk þess að hlýða á fjölbreytta dagskrá m.a. frá nýafstöðnu landsmóti kvennakóra beið þeirra kaffihlaðborð af bestu gerð að afloknum tónleikunum.
IMG_9327
Aðalfundur kórsins var haldinn sunnudaginn 25. maí með venjulegum aðalfundarstörfum. Úr stjórn gengur Una Þórey Sigurðardóttir núverandi formaður en í stað hennar kemur í stjórn Valdís Þorsteinsdóttir.  Stjórnin mun síðan skipta með sér verkum á fyrsta fundi með haustinu.

Á 17. júní mun kórinn koma fram á hátíðarsamkomu í Lystigarðinum en að öðru leyti er hann kominn í sumarfrí eftir annasaman vetur.

Fleiri myndir frá tónleikunum má sjá á facebook síðu kórsins.