Vetrarstarfið hefst með aðalfundi 6. sept.

Frá aðalfundi KvAk 2011

Nú er ágúst senn á enda og þá er þörf á að fara að hefja kórstarfið eftir sumarfrí.

Fyrsta sunnudag í september, þann 6. september kl. 16:45 verður aðalfundur Kvennakórs Akureyrar haldinn í Brekkuskóla.

Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

1. Fundur settur.
2. Skipan fundarstjóra og fundarrritara.
3. Lestur fundargerðar síðasta aðalfundar.
4. Skýrsla stjórnar og umræður.
5. Ársreikingar félagsins lagðir fram til umræðu og samþykktar.
6. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga og eins til vara.
7. Kosning stjórnar.
8. Lagabreytingar.
9. Önnur mál:
Fyrirhuguð ferð til Króatíu júní 2016, þar undir fjáraflanir
Mætingar á æfingar
10. Fundi slitið.

Fyrsta æfingin verður síðan í Brekkuskóla 13. september en dagskrá fyrir haustið má sjá hér.