Dívur og drottningar – Vortónleikar Kvennakórs Akureyrar

Vortónleikar Kvennakórs Akureyrar hafa yfirskriftina Dívur og Drottningar og verða haldnir annan í hvítasunnu, mánudaginn 25. maí kl. 15, í Hömrum, Hofi.

Á efnisskránni verða m.a. lög sem Whithey Houston, Queen og Adele hafa gert fræg. Einsöngvarar verða Ívar Helgason og Þórhildur Örvarsdóttir.

Aladár Rácz píanóleikari og Pétur Ingólfsson bassaleikari verða meðleikarar, Daníel Þorsteinsson stjórnar.

Aðgangseyrir verður 3000 kr.