Þátttaka í tónleikunum Norðlenskar konur í tónlist

og verður með á tónleikunum Norðlenskar konur í tónlist, sem haldnir verða í Akureyrarkirkju laugardaginn 24. október kl. 17:00. Tónleikarnir eru hluti af hátíðarhöldum vegna 100 ára kosningaafmælis kvenna.

Norðlenskar tónlistarkonur í samstarfi við KÍTÓN halda tónleika í Akureyrarkirkju laugardaginn 24. október kl. 17.00 í tilefni 40 ára afmælis Kvennafrídagsins. Flutt verður tónlist íslenskra og erlendra tónlistarkvenna sem þær hafa samið og flutt ógleymanlega.

Fram koma:
Helga Kvam, píanó
Kristjana Arngrímsdóttir, söngur
Lára Sóley Jóhannsdóttir, fiðla og söngur
Þórhildur Örvarsdóttir, söngur

Sérstakir gestir eru:
Kvennakór Akureyrar undir stjórn Daníels Þorsteinssonar
Ella Vala Ármannsdóttir, horn
Margrét Arnardóttir, harmóníka
Ragnheiður Gröndal, söngur og píanó

Tónleikarnir eru styrktir af Menningarsjóði Akureyrarbæjar og Sóknaráætlun Norðurlands eystra.

Miðasala hefst miðvikudaginn 14. október kl. 10.00
Miðasala á www.tix.is
https://www.tix.is/is/event/2272/norðlenskar-konur-i-tonlist/
Miðaverð kr. 3.500
Frítt fyrir börn 12 ára og yngri

Dívur og drottningar – aftur og enn

Í vor flutti Kvennakór Akureyrar tónleika með yfirskriftinni Dívur og drottningar og vöktu þeir mikla lukku. Því var ákveðið að endurflytja tónleikana eftir sumarfrí.

Laugardaginn 31. október kl. 16:00 verður hægt að njóta aftur sömu dagskrár og flutt var í vor í Hömrum, Hofi.

Á efnisskránni verða m.a. lög sem Whithney Houston, Queen og Adele hafa gert fræg.

Einsöngvarar verða Ívar Helgason og Þórhildur Örvarsdóttir.
Aladár Rácz píanóleikari og Pétur Ingólfsson bassaleikari verða meðleikarar, Daníel Þorsteinsson stjórnar.

Á Facebook síðu kórsins getið þið tekið boði um að koma á tónleikana !

Þar að auki…  Tónleikarnir verða einnig í Ýdölum 1. nóvember kl. 15:00

Spennandi tímar framundan

Ný stjórn hefur fundað og skipt með sér verkum. Anna Breiðfjörð Sigurðardóttir er gjaldkeri, Arnfríður Kjartansdóttir formaður, Sólveig Hrafnsdóttir er varaformaður, Valdís Þorsteinsdóttir er ritari og Þórunn Jónsdóttir er meðstjórnandi og lyklapétur.

Í kórinn eru nú skráðar 59 konur. Fjölmennasta röddin er alt 1 með 18 konum, næst á eftir er sópran 1 með 16 konum, þá sópran 2 með 13 konum og loks alt 2 með 12 konum.

Nóg verður um að vera í allan vetur og sungið verður á Akureyri og í nágrannasveitum. Nánari upplýsingar um tónleikahald birtist hér jafnóðum þegar nær dregur.

Næsta sumar verður svo haldið í fjórðu tónleikaferð kórsins á erlenda grund. Að þessu sinni er ferðinni heitið til Króatíu dagana 28. júní til 6. júlí og flogið í beinu flugi frá Akureyri til Ljubljana í Slóveníu og ekið þaðan í átt að Adriahafi til bæjarins Vrsar á króatísku ströndinni, þar sem gist verður allar 8 næturnar.

Starfsreglur fyrir nýliða

Hópefli á æfingadegi 2013

Hér á heimasíðunni má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um starfsemi og félagslíf kórsins. Þar á meðal eru upplýsingar fyrir nýjar kórkonur og er þar hægt að lesu um öll helstu atriði kórstarfsins og fá svör við ýmsum spurningum sem kunna að vakna.

Starfsreglurnar eru undir flipanum Stjórn eða hægt að komast í þær beint HÉR

Myndin er frá hópefli á æfingadegi í Svarfaðardal 2013.

Vetrarstarfið hefst með aðalfundi 6. sept.

Frá aðalfundi KvAk 2011

Nú er ágúst senn á enda og þá er þörf á að fara að hefja kórstarfið eftir sumarfrí.

Fyrsta sunnudag í september, þann 6. september kl. 16:45 verður aðalfundur Kvennakórs Akureyrar haldinn í Brekkuskóla.

Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

1. Fundur settur.
2. Skipan fundarstjóra og fundarrritara.
3. Lestur fundargerðar síðasta aðalfundar.
4. Skýrsla stjórnar og umræður.
5. Ársreikingar félagsins lagðir fram til umræðu og samþykktar.
6. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga og eins til vara.
7. Kosning stjórnar.
8. Lagabreytingar.
9. Önnur mál:
Fyrirhuguð ferð til Króatíu júní 2016, þar undir fjáraflanir
Mætingar á æfingar
10. Fundi slitið.

Fyrsta æfingin verður síðan í Brekkuskóla 13. september en dagskrá fyrir haustið má sjá hér.