Fyrsta æfing ársins 2026 verður sunnudaginn 11. janúar kl. 19:00 til 21:00 í Brekkuskóla
Landsmótið verður haldið í Suðurnesjabæ í þetta skiptið og mun Kvennakór Suðurnesja hafa veg og vanda að mótinu.
Það verða fimm smiðjur í boði á þessu móti.
Þær eru:
1. „Kæru systur“. Stjórnandi: Ágota Joó
2. „Hljómar frá Keflavík“. Stjórnandi: Arnór Vilbergsson
3. „Hvað er í bíó?“ (Kvikmyndatónlist). Stjórnandi Dagný Þ. Jónsdóttir
4. „Kona“. Stjórnandi Gísli Magna
5. „Gospel gyðjur“. Stjórnandi: Rafn Hlíðkvist
Tvennir tónleikar verða á mótinu. Þeir fyrri í Hljómahöll þar sem hver Kór flytur tvö lög að eigin vali.
Seinni tónleikarnir, sem munu bera yfirskriftina Eldgyðjur, verða haldnir í Stapaskóla. Þar mun hver smiðjuhópr syngja lögin úr sinni smiðju.
Einnig munu allir þátttakendur mótsins syngja þar tvö sameiginleg lög. Annað þeirra mótslagið, og verður það frumfluttningur lagsins.
Fyrsta kóræfing vorannar verður sunnudaginn 11. janúar í Brekkuskóla kl. 19:00 til 21:00
Æfingar eru á sunnudögum frá kl. 19:00 til 21:00 í Brekkuskóla
Lagt var upp með það í haust að nota fimmtudagskvöld í Brekkuskóla fyrir kóræfingar. En vegna óvæntra breytinga á notkun húsnæðisins verðum við því miður að færa þær yfir á sunnudaga. Allavega fram að áramótum.
Aðalfundur Kvennakór Akureyrar verður haldinn í Brekkuskóla 9. október kl. 18:30
Dagskrá:
1. Fundur settur
2. Skipan fundarstjóra og fundarritara
3. Lestur fundargerðar síðasta aðalfundar
4. Skýrsla stjórnar og umræður
5. Ársreikningar félagsins lagðir fram til umræðu og samþykktar
6. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga og eins til vara
7. Kosning stjórnar
8. Lagabreytingar
9. Önnur mál
Nú er fjörið að byrja.
Fyrsta æfing verður næsta sunnudag 14. september í Brekkuskóla kl. 19:30 til 21:30.
Nýir félagar hjartanlega velkomnir.
Þetta er virkilega gefandi og skemmtilegur kór og það er „alltaf“ gaman á æfingum hjá okkur.
Allar ferðirnar, kóramótin og æfingadagarnir eru eitthvað sem við kórkonur eigum yndislega skemmtilegar minningar um.
Kvennakórinn ásamt Karlakór Akureyrar Geysi og Barnakór Akureyrarkirkju, tók þátt í tvennum tónleikum með Frostrósum í Hofi í 14. desember 2024. Haldnir voru tvennir tónleikar sem tókust vel og húsið nánast fullt á báðum tónleikum.
Þetta var skemmtilegt og krefjandi verkefni sem gaman var að taka þátt í.
Einnig söng kórinn nokkur jólalög í Hlíð og Lögmannshlíð 16. desember.





