Sólin þaggar þokugrát!

solin_litil
Kvennakór Akureyrar sækir Blönduós heim þann 25. maí næst komandi en þá heldur kórinn sína fyrri vortónleika í Blönduóskirkju kl 15:00.

Síðari vortónleikarnir verða daginn eftir þann 26. maí í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.  Báðir tónleikarnir hafa yfirskriftina „Sólin þaggar þokugrát“, en það er tilvísun í eitt af lögunum sem eru á efnisskránni í ár og hefur einnig skírskotun í komandi sumar og sól.

Kvennakór Akureyrar er þekktur fyrir mjög fjölbreytt lagaval, hann tekst á við skemmtileg og ögrandi verkefni af ýmsu tagi og fer ekki alltaf troðnar slóðir í þeim efnum. Á efnisskránni í ár má finna lög frá ýmsum tímum, allt frá 16. til 21. aldar, sungin á íslensku, ensku, norsku og sænsku. Nýjasta lagið samdi Þóra Marteinsdóttir fyrir 10 ára afmæli Gígjunnar, landssamband íslenskra kvennakóra í apríl s.l.  við ljóð Huldu skáldkonu og nefnist það Breyttur söngur.  Nokkrir kvennakórar landsins hafa tekið þetta lag á sína efnisskrá en þetta verður frumflutningur Kvennakórs Akureyrar á því og einnig frumflutningur hér norðan heiða.

Tónleikarnir í Blönduóskirkju, laugardaginn 25. maí, hefjast kl. 15:00. Miðasalan er við innganginn en athuga ber að ekki er tekið við greislukortum.

Tónleikarnir í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi, sunnudaginn 26. maí, hefjast kl 16:00. Miðasala er við innganginn og á midi.is.

Kórstjóri og undirleikari er Daníel Þorsteinsson. Aðgangseyrir er kr. 2500.- en ókeypis fyrir börn að 14 ára aldri.

Styrkur frá Norðurorku

alt

Styrkir Norðurorku hf. til samfélagsverkefna vegna ársins 2013 voru afhentir  í matsal fyrirtækisins föstudaginn 4. janúar s.l.
 
Við úthlutun þetta árið var ákveðið að meginþungi styrkja færi til menningar- og listastarfs með áherslu á starf kóra.  Þá voru einnig styrkt nokkur verkefni í flokknum „ýmis samfélagsmál“ og þar lögð áhersla á börn sem glíma við ofvirkni, athyglisbrest og einhverfu. Nánar um styrkveitinguna má sjá á heimasíðu Norðurorku.

Samtals voru veittir styrkir til þrjátíu og þriggja verkefna samtals að fjárhæð krónur fimm milljónir eitthundrað stjötíu og fimmþúsund.

Kvennakór Akureyrar var einn þessara styrkþega og fékk í sinn hlut 150 þúsund krónur. Á meðfylgjandi mynd má sjá Unu Þóreyju og Kamillu taka við styrknum fyrir hönd kórsins úr hendi Helga Jóhannessonar forstjóra Norðurorku.

Jólakveðja

imagesKvennakór Akureyrar óskar öllum velunnurum sínum, samstarfsfólki og styrktaraðilum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs með kærum þökkum fyrir gott samstarf og hlýhug á árinu sem er að líð

Tónleikar í Laugarborg 13. des.

jolaklKarlakór Eyjafjarðar, Kirkjukór Laugalandsprestakalls og Kvennakór Akureyrar halda sameiginlega tónleika í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit fimmtudaginn 13. des. kl. 20:30. Kórarnir munu syngja nokkur lög hver og sameinast svo í einum stórum kór í lokin. Stjórnendur eru Daníel Þorsteinsson og Petra Björk Pálsdóttir. Húsið opnar kl. 19:30 og aðgangur er ókeypis.

Styrktartónleikar 25. nóv.

Kvennakór Akureyrar heldur sína 10. tónleika til styrktar Mæðrastyrksnefnd Akureyrar á sunnudaginn kemur, en fyrstu styrktartónleikarnir voru haldnir 4. desember 2003. Síðan þá hafa fjölmargir kórar og tónlistarmenn tekið þátt í þessum tónleikum og hafa allir undantekningalaust gefið sína vinnu og ágóðinn því runnið beint til Mæðrastyrksnefndar Akureyrar.
Að þessu sinni fær kórinn liðstyrk góðra gesta, en það eru þau Eyrún Unnarsdóttir og Friðrik Ómar.

Eyrún Unnarsdóttir
er fædd og uppalin á Akureyri og hóf hún sína tónlistarmenntun í Tónlistarskólanum á Akureyri. Eftir það stundaði hún nám í 5 ár við Tónlistarháskólann í Vínarborg undir handleiðslu Leopolds Spitzers og lauk þaðan tveimur diplómaprófum. Hún hefur sungið einsöng við fjölda tilefna hér á landi sem og í Vínarborg og tekið þátt í ýmsum  verkefnum og óperuuppfærslum. Til dæmis söng hún hlutverk seiðkonunnar í uppfærslu Hymnodiu á Dido og Aeneas eftir Henry Purcell sem flutt var í Hofi fyrr á þessu ári.
fridrikomar2

Friðrik Ómar Hjörleifsson er fæddur á Akureyri 1981, ólst upp á Dalvík frá árinu 1988, en flutti til Reykjavíkur 2003. Hann fór ungur að spila á trommur og önnur hljóðfæri, og um 10 ára gamall samdi hann sitt fyrsta lag. Friðrik Ómar hefur starfað með öllum helstu listamönnum þjóðarinnar og gefið út fjöldamargar plötur sem hafa selst í yfir 60 þúsund eintökum hér á landi. Friðrik Ómar sendi nýverið frá sér sína 5. sólóplötu sem ber heitið „Outside the ring“
Á tónleikunum annast undirleik hljómsveit sem skipuð er þeim Aladár Rácz á píanó, Stefáni Daða Ingólfssyni á bassa og Emil Þorra Emilssyni á slagverk.
Efnisskráin verður að vanda fjölbreytt og skemmtileg, bæði tónlist sem tengist aðventunni og einnig önnur lög sem kórinn hefur á efniskrá sinni. Friðrik Ómar og Eyrún syngja lög af sínum efnisskrám en kórinn syngur einnig með þeim í nokkrum lögum. Stjórnandi Kvennakórs Akureyrar er Daníel Þorsteinsson.
Kvennakór Akureyrar hvetur alla sem vettlingi geta valdið að taka nú höndum saman og styrkja Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og hjálpa með því bágstöddum fjölskyldum fyrir jólin.  Um leið og tónleikagestir láta gott af sér leiða fá þeir að eiga notalega stund og hlýða á ljúfa ttónlist. Tónleikarnir verða  í Hamraborg í Hofi sunnudaginn 25. nóvember kl. 16:00. Miðasala er hafin í Hofi og á midi.is.

Kanada 2012

 

Kórahátiðin á laugardaginn

Nú styttist í Kórahátíðina í Hofi, en hún er næsta laugardag þann 27. okt.  Nánar um hátíðin má sjá á heimasíðu Hofs og þar er einnig tímaplan kóranna og fleira.  Kvennakór Akureyrar kemur fram kl. 13:10 en kórarnir syngja allir sameiginlega um kl. 15:30.  Þarna er boðið upp á samfellda tónleika frá kl. 10:30 til 16:00, aðgangur er ókeypis og hægt að koma og fara eins og hver vill á meðan á söngnum stendur.

Kórahátíð í Hofi

Síðastliðið haust tók Kvennakór Akureyrar þátt í mikilli kórahátíð í Hofi.  Þessi viðburður þótti þá takast svo vel að hann verður endurtekinn nú í október, nánar tiltekið laugardaginn 27. október, og að sjálfsögðu verður Kvennakór Akureyrar aftur með. Fram koma 20 kórar af öllu Norðurlandi og koma þeir fram einn af öðrum frá kl. 10:00 og allt þar til þeir sameinast í einum stórum kór kl. 17:00 undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Þá flytja kórarnir sameiginlega þrjú lög, þar af tvö eftir heiðurstónskáld hátíðarinnar, Birgi Helgason.

Boðið verður upp á námskeið og fyrirlestur í Hömurm sama dag, auk þess sem Kóramarkaður verður starfræktur frá kl. 12 til 16, þar sem hægt verður að kynna sér og kaupa útgefið efni kóranna.

Aðgangur að hátíðinni er ókeypis og allir velkomnir. Nánar um hátíðina má sjá á: http://www.menningarhus.is/is/vidburdir-og-midasala/vidburdayfirlit/2012-2013/korahatid-i-hofi-1