Lystigarður á Akureyrarvöku

Föstudagskvöldið 30. ágúst var setning Akureyrarvöku í Lystigarðinum á Akureyri.  Meðal dagskráratriða þar var söngur Kvennakórs Akureyrar. Sungið var undir gríðarstórri upplýstri ösp sem stendur skammt fyrir neðan Eyrarlandsstofu. Garðurinn var falleg upplýstur og fjöldi fólks saman kominn þrátt fyrir leiðinda veðurspá sem rættist ekki að þessu sinni.  Virkilega góð stemming og gaman að syngja á þessum stað við þetta tækifæri.