Styrkur frá Norðurorku

alt

Styrkir Norðurorku hf. til samfélagsverkefna vegna ársins 2013 voru afhentir  í matsal fyrirtækisins föstudaginn 4. janúar s.l.
 
Við úthlutun þetta árið var ákveðið að meginþungi styrkja færi til menningar- og listastarfs með áherslu á starf kóra.  Þá voru einnig styrkt nokkur verkefni í flokknum „ýmis samfélagsmál“ og þar lögð áhersla á börn sem glíma við ofvirkni, athyglisbrest og einhverfu. Nánar um styrkveitinguna má sjá á heimasíðu Norðurorku.

Samtals voru veittir styrkir til þrjátíu og þriggja verkefna samtals að fjárhæð krónur fimm milljónir eitthundrað stjötíu og fimmþúsund.

Kvennakór Akureyrar var einn þessara styrkþega og fékk í sinn hlut 150 þúsund krónur. Á meðfylgjandi mynd má sjá Unu Þóreyju og Kamillu taka við styrknum fyrir hönd kórsins úr hendi Helga Jóhannessonar forstjóra Norðurorku.