Söngur á Amtsbókasafninu laugardaginn 31. mars

Næst komandi laugardag, þann 31. mars, mun kórinn syngja á kynningarfundi á vegum Þjóðræknisfélags Íslands og utanríkisráðuneytisins.

Kvennakór Akureyrar syngur við upphaf fundarins.
Atli Ásmundsson aðalræðismaður Íslands í Winnipeg heldur erindi í máli og myndum sem nefnist: Á slóðum Vestur-Íslendinga í Manitoba.
Almar Grímsson fyrrv. form. Þjóðræknisfélagsins heldur stutta kynningu á félaginu.
Kvennakór Akureyrar syngur aftur í lokin.

Sjá nánar á http.//inl.is og á heimasíðu Amtbókasafnsins http://www.akureyri.is/amtsbokasafn/

Kórinn mun halda á slóðir VesturÍslendinga næsta sumar og syngja m.a. á Íslendingadeginum í Gimli.