Síðasti konsert í kvöld

Miðvikudagur og fimmtudagur fóru í það að ferðast frá Winnipeg til Minneapolis og gist á leiðinni í Fargo. Einnig voru nokkrar búðir skoðaðar í Albertville Premium Outlet og i Mall of America sem er i 5 min fjarlægð frá hótelinu okkar Spring Hill Suites.                                                                                                   Í kvöld er svo komið að síðustu tónleikunum í ferðinni en þá verður sungið í Grace University Lutherian Church og að því loknu verður kvöldverður og móttaka í boði Íslendingafélagsins hér.