Kvennakór Akureyrar heldur í söngferðalag til Skotlands í júní 2024

Kórinn hefur reglulega farið í söngferðalög. Bæði innanlands og utan.

Hann hefur reynt að fara erlendis u.þ.b. þriðja hvert ár. Síðast var farið til Ítalíu árið 2019 en Covid breytti skipulaginu örlítið.

Í ár verður farið til Skotlands 21. til 28. júní.

Flogið verður frá Keflavík til Glasgow. Markverðustu staðir skoðaðir og auðvitað munu Skotar svo fá að njóta okkar fögru radda, á að minnsta kosti, tvennum tónleikum.