Kvennakór Akureyrar hefur upp raust sína !

Kvennakór Akureyrar er nú að byrja sitt 8. starfsár. Æft er einu sinni í viku, á sunnudögum frá kl. 17:00 – 19:00 í Brekkuskóla og verður fyrsta æfing vetrarins 13. september nk. Stjórnandi er Daníel Þorsteinsson. Nú óskum við eftir hressum söngkonum í allar raddir og hvetjum við allar nýjar kórkonur að mæta í raddprufu, sem fer fram í Brekkuskóla sunnudaginn 13. september kl. 16:00, en æfing hefst að þeim loknum. Kórstarfið verður spennandi sem endranær, og er efnisskráin fjölbreytt með lögum úr ýmsum áttum og frá ólíkum tímum.

Hlökkum til að sjá ykkur allar, gamlar sem nýjar kórkonur

Bestu söngkveðjur Kvennakór Akureyrar