Kórsöngur í miðbænum á laugardag

Hinn hefðbundni miðbæjarsöngur fyrir jólin verður á laugardaginn kemur.  Kvennakór Akureyrar syngur kl. 16:30 syðst í göngugötunni en annars er þetta kóramót sem hefst kl. 15:00 við GS og færist suður göngugötuna til kl. 17:00. Fjölmargir kórar og leikhópar taka þátt í þessari skemmtilegu uppákomu Miðbæjarsamtakanna á Akureyri! Og hvað er jólalegra en kór, kuldi og kakósopi? eins og segir í auglýsingu samtakanna.