Jólatónleikar Kvennakórs Akureyrar

Kvennakór Akureyrar heldur jólatónleika sína í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 13. desember kl. 20:00.   Á dagskránni verða jólalög úr ýmsum áttum.

Stjórnandi kórsins er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og einsöngvarar eru Halla Ólöf Jónsdóttir og Helga Kolbeinsdóttir.

 

 

F.v.  Sigrún, Halla Ólöf
og Helga

 

Helena Gudlaug Bjarnadottir leikur á píanó og Petra Óskarsdóttir á flautu.

Almennt miðaverð verður kr. 3000, en frítt fyrir börn yngri en 14 ára.

Enginn posi á staðnum.