Haustmarkaður KVAK 8. sept.

Nú er komið að hinum árlega haustmarkaði Kvennakórs Akureyrar. Markaðurinn verður haldinn í Hlöðunni í Litla Garði laugardaginn 8. sept. og hefst hann kl 13:00. Þar verður ýmislegt á boðstólum, s.s. kökur, brauð, sultur, fjallagrös, fatnaður og margt fleira. Kórkonur taka lagið og gestir taka undir. Hægt verður að kaupa kaffi og vöfflur á staðnum. Kíkið endilega á markaðinn og eigið notalega stund í Hlöðunni.