Fyrsta æfing að baki, nýir kórfélagar og ný stjórn

Fyrsta æfing vetrarins var s.l. sunnudag 7. sept. í Hlíð.  Lagavalið byrjaði á haustlegum og angurværum nótum eins og Daníel kórstjóri orðaði það.

Það er ánægjulegt að segja frá því að 9 konur bættust við frá því í fyrra og hlökkum við mikið til að starfa með þeim í vetur.

S.l. fimmtudag urðu stjórnarskipti því að Una Þórey Sigurðardóttir lét af störfum formanns, sem hún hefur gegnt s.l. 3 ár og þökkum við hinar henni vel unnin störf.

Nýr formaður er Arnfríður Kjartansdóttir, varaformaður Kamilla Hansen, gjaldkeri Anna Breiðfjörð Sigurðardóttir og meðstjórnendur Valdís Þorsteinsdóttir og Þórunn Jónsdóttir.

Næsta æfing verður sunnudaginn 14. sept. kl. 16:45  í Brekkuskóla.