Vetrarstarf að hefjast með nýjum kórstjóra

Kvennakór Akureyrar byrjar starfið í haust af fullum krafti með fyrstu æfingu kórsins sunnudaginn 4. september. Daníel Þorsteinsson sem stjórnað hefur kórnum frá því á vorönn 2009 sagði starfi sínu lausu í júlí og færum við honum bestu þakkir fyrir frábært starf og góðar samverustundir. Í stað Daníels hefur verið ráðin Sólveig Anna Aradóttir, organisti og kórstjóri. Sólveig hefur lokið BA gráðu í skapandi tónlistarmiðlun frá Listaháskóla Íslands og kirkjuorganistaprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar.  Sólveig mun einnig stjórna kórum í Akureyrarkirkju og leysa þar af Sigrúnu Mögnu Þórsteinsdóttur. Fyrsta æfingin verður eins og áður sagði sunnudaginn 4. sept. kl. 17:00 í...
Continue reading...