Æfingar hefjast 7. september – viltu vera með í vetur?


2014-Auglysing-haust

Hefur þú áhuga á að syngja í kvennakór? Kvennakór Akureyrar snýr aftur úr sumarfríi næsta sunnudag og við viljum gjarnan bæta við okkur fleiri söngkonum.

Raddprufur verða kl. 15:00 sunnudaginn 7. september og fyrsta æfing vetrarins verður í beinu framhaldi kl. 16:45.  Nánari upplýsingar veitir formaður kórsins hún Una Þórey formadur@kvak.is s. 848-4736.

Við hlökkum til að taka á móti nýjum konum.