Æfingadagur 12. apríl í MA

Í gær, laugardaginn 12. apríl tókum við daginn snemma og byrjuðum æfingar kl. 9 í gamla sal Menntaskólans á Akureyri.  Sönghefti landsmótsins var tekið fyrir eins og það lagði sig.

Um hádegisbilið fengum við góðan gest, Guðrúnu Jónsdóttur, sem gaf okkur innsýn í hláturjóga og lét okkur taka nokkrar léttar æfingar við mikinn fögnuð.  Hláturgusrnar gengu yfir og gólfið dúaði undir okkur, en gömlu skólameistararnir og kennararnir á veggjunum létu sér hvergi bregða!

Hádegisnestið okkar snæddum við svo í kaffistofu og setustofum kennara í þessu dásamlega gamla húsi. Að því loknu stóðu æfingar yfir til kl 15:00 og þótti þessi æfingadagur takast mjög vel.