Á næstunni.

Æfingar hafa farið vel af stað nú í haust, Daníel Þorsteinsson stjórnar þeim eins og í fyrra, en síðasta sunnudag kom Michael J. Clarke og var með raddþjálfun.

Helgina 23. – 24. okt. verður nóg um að vera því að föstudaginn 23. okt verður kökubasar á Glerártorgi  kl. 15:00-18:00, eða meðan birgðir endast. Þessir kökubasarar kvennakórsins eru löngu orðnir frægir, kökurnar alveg með eindæmum góðar og renna út eins og heitar lummur.

Laugardaginn 24. okt. fer kórinn svo í æfingabúðir út í Hrísey og dvelur þar allan daginn við söng frá morgni til miðnættis eða þar um bil. Æfingadagar sem þessi eru haldnir ca 2svar á vetri og eru afar nauðsynlegir bæði til þess að ná betri árangri í söngnum og eins til þess að efla liðsandann.

Þegar nær dregur jólum verður hér sagt frá tónleikahaldi í desember, en dagsetningar á þeim má finna hér á síðunni undir Dagskrá.