Á döfinni næstu vikur

Laugardaginn 13. mars verður árshátíð kórsins haldin í Bjargi við Bugðusíðu. Árshátíðarnefnd starfar á fullu við undirbúning og hver rödd fyrir sig undirbýr skemmtiatriði. Síðan verður borðað og sungið og dansað fram eftir nóttu.

Laugardaginn 20 mars verður svo æfingadagur kórsins í Valsárskóla á Svalbarðsströnd. Þar verður æft frá 9 – 18 og einnig hlýtt á erindi frá Valdísi Jónsdóttur talmeinafræðingi sem ætlar að ræða um raddböndin, raddbeitingu og raddvernd og kenna kórfélögum aðferð til að þjálfa raddböndin og ná betri öndunartækni.

Kvennakór Suðurnesja kemur í heimsókn í maí og verða haldnir sameiginleigir tónleikar með þeim þann 8. maí.  Vortónleikar kórsins verða svo 30. maí n.k. en nánar verður sagt frá þessum  tónleikum síðar.