Æfingadagur í Valsárskóla


Daníel æfir altraddirnar.    


Æfingadagur var haldinn í Valsárskóla á Svalbarðseyri laugardaginn 26. október. Æft er nú jöfnum höndum fyrir hina árlegu Styrktartónleika Mæðrastyrksnefndar og fyrir Landsmót kvennakóra í vor. Daníel kórstjóri fékk til liðs við sig Helenu Guðlaugu Bjarnadóttur sópransöngkonu og æfði hún sópranraddir á meðan hann æfði altraddirnar. Æfingar hófust kl. 9 að morgni og stóðu til kl. 15. Kvenfélag Svalbarðsstrandar sá um veitingar af sinni alkunnu snilld og óhætt er að segja að allir fóru heim ánægðir á sál og líkama að æfingadeginum loknum.

Hópefli að Húsabakka

Samhentar konur í hópeflinu.

 

Starfsemi kórsins fór vel af stað í haust og að þessu sinni var ákveðið að byrja á því að hrista hópinn saman og bjóða nýjar konur sérstaklega velkomnar. Í því skyni var efnt til hópferðar að Húsabakka í Svarfaðardal föstudaginn 20. sept og gist þar í eina nótt. Áður höfðu kórfélagar í um það bil 8 manna hópum tekið þátt í leik sem byggðist á því að hittast, leysa einhver verkefni saman og safna með því stigum. Verkefnin voru mynduð og send inn til dómara og á Húsabakka voru síðan birt úrslit og haldin myndasýning.  Landsmótsnefnd fyrir Landsmót kvennakóra sem haldið verður í maí kynnti tilhögun og verkefni fyrir undirbúning mótsins. Að síðustu komu tveir vaskir Dalvíkingar og tóku fyrir hópefli með alls kyns æfingum og leikjum undir berum himni.  Ferðin tókst afar vel og komu kórfélagar til baka með bros á vör og vel undirbúnir fyrir fyrstu söngæfinguna þann 22. september.

Lystigarður á Akureyrarvöku

Föstudagskvöldið 30. ágúst var setning Akureyrarvöku í Lystigarðinum á Akureyri.  Meðal dagskráratriða þar var söngur Kvennakórs Akureyrar. Sungið var undir gríðarstórri upplýstri ösp sem stendur skammt fyrir neðan Eyrarlandsstofu. Garðurinn var falleg upplýstur og fjöldi fólks saman kominn þrátt fyrir leiðinda veðurspá sem rættist ekki að þessu sinni.  Virkilega góð stemming og gaman að syngja á þessum stað við þetta tækifæri.

Styttist í að dagskrá haustsins hefjist

Nú styttist í að sumarfríi kórsins fari að ljúka og við taki dagskrá haustsins.  Venjubundnar æfingar hefjast 22. september en ýmislegt verður samt á döfinni áður en að þeim kemur.

Kvennakór Akureyrar syngur í byrjun Akureyrarvöku í Lystigarðinum föstudaginn 30. ágúst.  Þema Akureyrarvöku að þessu sinni er fjölmenning og má því vænta þess að kórinn bregði fyrir söng á fleiri en einu tungumáli.

Nánari upplýsingar um viðburði og dagskrá koma síðar en búast má við skemmtilegum og viðburðaríkum vetri. Hápunkturinn verður svo líklega landsmóti kvennakóra sem kórinn sér um að halda í maí.

Sólin þaggar þokugrát!

solin_litil
Kvennakór Akureyrar sækir Blönduós heim þann 25. maí næst komandi en þá heldur kórinn sína fyrri vortónleika í Blönduóskirkju kl 15:00.

Síðari vortónleikarnir verða daginn eftir þann 26. maí í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.  Báðir tónleikarnir hafa yfirskriftina „Sólin þaggar þokugrát“, en það er tilvísun í eitt af lögunum sem eru á efnisskránni í ár og hefur einnig skírskotun í komandi sumar og sól.

Kvennakór Akureyrar er þekktur fyrir mjög fjölbreytt lagaval, hann tekst á við skemmtileg og ögrandi verkefni af ýmsu tagi og fer ekki alltaf troðnar slóðir í þeim efnum. Á efnisskránni í ár má finna lög frá ýmsum tímum, allt frá 16. til 21. aldar, sungin á íslensku, ensku, norsku og sænsku. Nýjasta lagið samdi Þóra Marteinsdóttir fyrir 10 ára afmæli Gígjunnar, landssamband íslenskra kvennakóra í apríl s.l.  við ljóð Huldu skáldkonu og nefnist það Breyttur söngur.  Nokkrir kvennakórar landsins hafa tekið þetta lag á sína efnisskrá en þetta verður frumflutningur Kvennakórs Akureyrar á því og einnig frumflutningur hér norðan heiða.

Tónleikarnir í Blönduóskirkju, laugardaginn 25. maí, hefjast kl. 15:00. Miðasalan er við innganginn en athuga ber að ekki er tekið við greislukortum.

Tónleikarnir í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi, sunnudaginn 26. maí, hefjast kl 16:00. Miðasala er við innganginn og á midi.is.

Kórstjóri og undirleikari er Daníel Þorsteinsson. Aðgangseyrir er kr. 2500.- en ókeypis fyrir börn að 14 ára aldri.

Styrkur frá Norðurorku

alt

Styrkir Norðurorku hf. til samfélagsverkefna vegna ársins 2013 voru afhentir  í matsal fyrirtækisins föstudaginn 4. janúar s.l.
 
Við úthlutun þetta árið var ákveðið að meginþungi styrkja færi til menningar- og listastarfs með áherslu á starf kóra.  Þá voru einnig styrkt nokkur verkefni í flokknum „ýmis samfélagsmál“ og þar lögð áhersla á börn sem glíma við ofvirkni, athyglisbrest og einhverfu. Nánar um styrkveitinguna má sjá á heimasíðu Norðurorku.

Samtals voru veittir styrkir til þrjátíu og þriggja verkefna samtals að fjárhæð krónur fimm milljónir eitthundrað stjötíu og fimmþúsund.

Kvennakór Akureyrar var einn þessara styrkþega og fékk í sinn hlut 150 þúsund krónur. Á meðfylgjandi mynd má sjá Unu Þóreyju og Kamillu taka við styrknum fyrir hönd kórsins úr hendi Helga Jóhannessonar forstjóra Norðurorku.

Jólakveðja

imagesKvennakór Akureyrar óskar öllum velunnurum sínum, samstarfsfólki og styrktaraðilum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs með kærum þökkum fyrir gott samstarf og hlýhug á árinu sem er að líð

Tónleikar í Laugarborg 13. des.

jolaklKarlakór Eyjafjarðar, Kirkjukór Laugalandsprestakalls og Kvennakór Akureyrar halda sameiginlega tónleika í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit fimmtudaginn 13. des. kl. 20:30. Kórarnir munu syngja nokkur lög hver og sameinast svo í einum stórum kór í lokin. Stjórnendur eru Daníel Þorsteinsson og Petra Björk Pálsdóttir. Húsið opnar kl. 19:30 og aðgangur er ókeypis.