Söngur á sjómannadaginn

Kvennakór Akureyrar tekur þátt í dagskrá sjómannadagsins á Akureyri sunnudaginn 5. júní.

Kórinn syngur um kl. 14:15 í hátíðardagskrá sem fram fer fyrir utan Menningarhúsið Hof.

Að því loknu syngur kórinn aftur inni í Hofi,  við veitingastaðinn 1862 Bistro.

Aðgangur er ókeypis og verið hjartanlega velkomin.

Tónleikar til heiðurs Birgi Helgasyni

Tónleikar til heiðurs Birgi Helgasyni verða í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 3. mars kl. 20:00.

Birgir Helgason er Akureyringum vel kunnur, enda starfaði hann áratugum saman sem tónlistarkennari við Barnaskóla Akureyrar og veitti nemendum þar ómetanlegt tækifæri til söngs og hljóðfæranáms í áraraðir. Birgir er einnig afkastamikið tónskáld og samdi mörg laganna sem sungin voru af Kór Barnaskóla Akureyrar meðan hann stjórnaði honum.

Þessir tónleikar eru haldnir til að heiðra Birgi og hans ötula starf í gegnum árin. Að tónleikunum standa Karlakór Akureyrar-Geysir, Kvennakór Akureyrar, Hymnodia og Rúnarkórinn.

Tónleikar og æfingabúðir

Kvennakórinn vinnur nú að undirbúningi tónleika til heiðurs hinum ástkæra tónlistarkennara og afkastamikla tónskáldi Birgi Helgasyni. Á tónleikunum verða flutt lög eftir Birgi sem útsett eru fyrir karlakóra, kvennakóra, blandaða kóra og einsöngvara. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Karlakór Akureyrar-Geysi, Hymnodiu kammerkór og Rúnarkórinn og verða haldnir í Akureyrarkirkju fimmtudagskvöldið 3. mars kl. 20:00.

Til að undirbúnings fyrir tónleikana verður Kvennakórinn með æfingahelgi að Húsabakka í Svarfaðardal helgina 27.-28. febrúar. Kórinn vinnur þar einnig að undirbúningi vortónleika og væntanlegrar ferðar til Króatíu í júní.

Gleðilegt ár

Kórstarf hefst á nýju ári þann 3. janúar með kóræfingu á venjulegum tíma í Brekkuskóla.

Spennandi tímar eru framundan hjá kórnum eins og reyndar oft áður.  Æfingahelgi verður í febrúar, tónleikar í mars, utanlandsferð í júní og eflaust eitthvað fleira sem síðar kemur í ljós.

Nánari fréttir birtast svo hér jafnóðum.

Syngjum jólin saman inn, þann 13. desember

  „Syngjum jólin saman inn“

er yfirskrift aðventukvölds Kirkjukórs Laugalandsprestakalls sem haldið verður þann 13. desember  kl.  20:30 í Grundarkirkju.

Prestur sr. Hannes Örn Blandon, stjórnandi Daníel Þorsteinsson

Ræðumaður kvöldsins er Hrund Hlöðversdóttir

Sérstakir gestir:  Kvennakór Akureyrar

                

Dívur og drottningar – Tónleikar 31. okt og 1. nóv

Kvennakór Akureyrar heldur tvenna tónleika um næstu helgi. Tónleikarnir Dívur og drottningar sem haldnir voru s.l. vor verða endurteknir, fyrst í Hömrum í Hofi laugardaginn 31. okt. kl. 16:00 og svo í Ýdölum í Aðaldal sunnudaginn 1. nóv. kl. 15:00.

Kórinn hefur fengið til samstarfs við sig Kvenfélag Aðaldæla, en þær ágætu konur verða með kaffisölu í hléi á tónleikunum  í Ýdölum. Kvenfélagskonurnar reiða fram krásir sem seldar verða fyrir 1300 krónur á mann, en allur ágóði af veitingasölu rennur í sjóð Kvenfélagsins. Kvenfélagið er reyndar ekki með posa, svo munið að taka með reiðufé.

Dívur og drottningar, auglýsing.pages

 

Frábærir tónleikar á 40 ára afmæli kvennafrídags

Þessi mynd er tekin á tónleikunum í gær þegar allir þátttakendur sameinuðust í að ljúka tónleikunum með laginu: Heyr mína bæn.

12042791_10205140107402680_8712752673290098449_n

12108134_10205140107522683_1366355971951495816_n

Kvennakór Akureyrar var þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að syngja með Þórhildi Örvarsdóttur á tónleikunum í gær, en Þórhildur stjórnaði kórnum á árunum 2003-2005.

Þátttaka í tónleikunum Norðlenskar konur í tónlist

og verður með á tónleikunum Norðlenskar konur í tónlist, sem haldnir verða í Akureyrarkirkju laugardaginn 24. október kl. 17:00. Tónleikarnir eru hluti af hátíðarhöldum vegna 100 ára kosningaafmælis kvenna.

Norðlenskar tónlistarkonur í samstarfi við KÍTÓN halda tónleika í Akureyrarkirkju laugardaginn 24. október kl. 17.00 í tilefni 40 ára afmælis Kvennafrídagsins. Flutt verður tónlist íslenskra og erlendra tónlistarkvenna sem þær hafa samið og flutt ógleymanlega.

Fram koma:
Helga Kvam, píanó
Kristjana Arngrímsdóttir, söngur
Lára Sóley Jóhannsdóttir, fiðla og söngur
Þórhildur Örvarsdóttir, söngur

Sérstakir gestir eru:
Kvennakór Akureyrar undir stjórn Daníels Þorsteinssonar
Ella Vala Ármannsdóttir, horn
Margrét Arnardóttir, harmóníka
Ragnheiður Gröndal, söngur og píanó

Tónleikarnir eru styrktir af Menningarsjóði Akureyrarbæjar og Sóknaráætlun Norðurlands eystra.

Miðasala hefst miðvikudaginn 14. október kl. 10.00
Miðasala á www.tix.is
https://www.tix.is/is/event/2272/norðlenskar-konur-i-tonlist/
Miðaverð kr. 3.500
Frítt fyrir börn 12 ára og yngri

Dívur og drottningar – aftur og enn

Í vor flutti Kvennakór Akureyrar tónleika með yfirskriftinni Dívur og drottningar og vöktu þeir mikla lukku. Því var ákveðið að endurflytja tónleikana eftir sumarfrí.

Laugardaginn 31. október kl. 16:00 verður hægt að njóta aftur sömu dagskrár og flutt var í vor í Hömrum, Hofi.

Á efnisskránni verða m.a. lög sem Whithney Houston, Queen og Adele hafa gert fræg.

Einsöngvarar verða Ívar Helgason og Þórhildur Örvarsdóttir.
Aladár Rácz píanóleikari og Pétur Ingólfsson bassaleikari verða meðleikarar, Daníel Þorsteinsson stjórnar.

Á Facebook síðu kórsins getið þið tekið boði um að koma á tónleikana !

Þar að auki…  Tónleikarnir verða einnig í Ýdölum 1. nóvember kl. 15:00