Aðalfundur og nýjar konur í stjórn

Á aðalfundinum var að venju kosið í stjórn. Úr stjórninni gengu Arnfríður Kjartansdóttir formaður og Sólveig Hrafnsdóttir varaformaður og var þeim þakkað fyrir þeirra framlag með lófataki.
Í þeirra stað komu inn í stjórninaþær Margrét Ragúels Jóhannsdóttir og Halla Sigurðardóttir.

Nýkjörin stjórn hittist á mánudagskvöld og skipti með sér verkum. Nýr formaður er Þórunn Jónsdóttir, varaformaður er Halla Sigurðardóttir, meðstjórnandi er Margrét Ragúels Jóhannsdóttir, gjaldkeri er Anna Sigurdardóttir og ritari er Valdís Þorsteinsdóttir. Mikill hugur var í stjórnarkonum og tilhlökkun að takast á við nýtt starfsár. Stjórnin mun hittast aftur fljótlega og ganga frá dagskrá vetrarins.