Norðurorka veitir Kvennakórnum styrk

Norðurorka hf. veitir árlega styrki til samfélagsverkefna, en síðastliðinn föstudag veitti fyrirtækið styrki til 45 aðila og var heildarfjárhæð styrkja sjö milljónir króna.

79 aðilar sóttu um styrk að þessu sinni. Kvennakór Akureyrar var meðal þeirra sem fengu styrk, en hann verður nýttur til að fjármagna ferð kórsins á Landsmót íslenskra kvennakóra, sem haldið verður á Ísafirði í maí næstkomandi.

Kórinn þakkar Norðurorku innilega fyrir stuðninginn.

nordurorka_styrkir_til_samfelagsverkefna_2017

Frétt á vef Norðurorku er hér  http://www.no.is/is/um-no/frettir/styrkir-nordurorku-til-samfelagsverkefna-2